Contact
Ég heiti Lárus Sigurðarson og er 46 ára gamall ljósmyndari, búsettur í Reykjavík.
Ég byrjaði frekar seint að taka myndir, eignaðist mína fyrstu myndavél árið 2000 en þetta vatt fljótt upp á sig og ég byrjaði að taka ljósmyndun alvarlega sumarið 2003. Í kjölfarið fór ég í Iðnskólan í Reykjavík haustið 2006 (heitir víst Tækniskólinn í dag) og útskrifaðist þaðan af ljósmyndabraut vorið 2007. Ég fór svo á samning hjá auglýsinga/markaðsstofunni Expo og tók sveinspróf í ljósmyndun haustið 2008 og er því lærður ljósmyndari.
Ég tek að mér allskonar myndatökur, bæði auglýsingaverkefni og portrettmyndatökur, mér finnst gaman að fjölbreytni og er til í flest. Ég mynda mest úti en ég hef jafn gaman af því að mynda á flottum stað innandyra, ég get sett upp ljósabúnað hvar sem er og og ferðast hvert sem er. Ég er opinn fyrir öllum hugmyndum og hvet alla sem koma til mín í myndatöku að bera þær undir mig og ég finn leið til að framkvæma þær. Ef þið viljið skoða fleirri myndir þá er ég með mjög stórt safn ljósmynda á flickr.
Lárus Sigurðarson - Reykjavík, Ísland - Sími: +354 661 8009 - lallisig1977@gmail.com